Skilalýsing Síðumúli 39, 108 Rvk

1. Almenn atriði

Síðumúli 39 er 4. hæða lyftuhús með 35 íbúðum og þjónusturými á 1. hæð. Í kjallaranum eru geymslur og hjóla og vagnageymsla. Íbúðirnar afhendist fullbúnar án gólfefna í öðrum rýmum en á baðherbergjum. Íbúðir afhendast í samræmi við teikningar og skilalýsingu þessa.

2. Frágangur utanhúss

Burðarkerfi hússins er að mestu hefðbundið staðsteypt og útveggir einangraðir að utan. Útveggir eru steyptir og efsta hæð í aðalhúsi er léttbygging. Húsið er klætt að utan með áli frá Áltak, sjá teikningar arkitekta. Vandaðir trégluggar eru í húsunum. Sameign og lóð eru fullfrágengin.

Rafmagn Rafmagn er fullfrágengið með greinatöflu í hverri íbúð lagt samkvæmt teikningu. Rofar og tenglar eru hvítir standard með dimmerum. Útiljós verða við inngang og á svölum ásamt útitengli. Innfeld ljós eru í öllum Íbúðum. Myndavélasími er í hverri íbúð.

Hitalögn Neysluvatnslögn er með varmaskipti. Húsið er upphitað með miðstöðvarofnum á hefðbundinn hátt þ.e. rörin eru lögð á bak við ofna með Danfosskrönum.

Gluggar og gler Gluggar eru furugluggar með settir í eftirá frá Gluggaiðjunni. Opnanleg fög og svalahurðir eru frá Gluggaiðjunni. Gler er K-gler frá Glerborg.

Þak Þakplata er einangruð með 200 mm plasteinangrun, varin með viðurkenndum þakdúk, fullfrágengin með kantáfellum.

Svalir Svalir eru steyptar, gólf múrað og með álklæðningu á veggjum. Svalahandrið eru úr áli og gleri frá Gler og Brautir.

3. Frágangur innanhúss

Íbúðirnar eru afhentar án gólfefna. Útveggir og hluti innveggja eru steyptir og verða með sléttri áferð. Loft eru sléttsandspörtluð og máluð. Léttir innveggir eru gipsklæddir með 70 mm grind spartlaðir/hlaðnir og málaðir í hvítum lit.

Eldhús Innréttingar eru sérsmíðaðar frá Formus/Völke. Allar innréttingar eru hannaðar af Hallgrími Friðgeirs innanhúsarkitekt.

Eldhúsinnrétting og fataskápar eru með viðarharðklæðningu frá Egger með mattri áferð. Borðplata í eldhúsi er af gerðinni CHPL (Compact High Pressure Laminate) með stálvask. Allar brautir og lamir eru með ljúflokun frá Blum. Gert er ráð fyrir plássi og tengingum fyrir innbyggða uppþvottavél með framhlið úr sama efni. Efri skápar eru sprautulakkaðir.

Við hönnun eldhúsa var leitast við að svara kröfum neytenda um nútíma skipulag og góða nýtingu á skápaplássi. Eldhústæki eru af gerðinni AEG. Háfur er að gerðinni Elica. Hverri íbúð fylgir blástursofn, keramik helluborð með fjórum hellum og gufugleypir með kolasíu.

Baðherbergi Baðinnréttingar eru sérsmíðaðar frá Formus/Völke með viðarharðklæðningu frá Egger með mattri áferð. Gólf eru flísalögð með flísum frá Álfaborg. Salerni er upphengd. Sturta með hitastýrðu blöndunartæki, sturtuhaus. Surtubotn flísalagður,glerskilrúm aðskilur sturtugólf sem er einhalla. Skápur utan um þvottavél og þurrkara.

Hreinlætistæki Öll blöndunartæki eru af viðurkenndri gerð. Hitastillir er á blöndunartækjum. Handklæðaofn er á baðherbergi.

Veggir á baðherbergjum eru flísalagðir að hluta skv. teikningum arkitekts. Þeir veggir sem ekki eru flísalagðir eru málaðir með rakaþolnu málningarkerfi.

Hurðir Innihurðir eru hvítar spónlagðar yfirfelldar frá Parka sem og hurðarhúnar. Útidyrahurðir eru úr áli frá Fagval.

Loft Loft eru sléttsandspörtluð, máluð með plastmálningu. Loft á baðherbergjum eru máluð með rakaþolnu málningarkerfi.

Loftræsting Vélræn loftræsting er í öllum gluggalausum rýmum samkvæmt hönnun.

Eldvarnir Hver íbúð er hönnuð samkvæmt byggingareglugerð um frágang íbúða skv. teikningu. Hver íbúð er sjálfstætt brunahólf. Reykskynjari og handslökkvitæki fylgja hverri íbúð.

4. Frágangur sameignar og geymsla

Gólf í anddyrum stigahúsa verða flísalögð. Veggir í anddyri og stigagöngum verða sandspartlaðir og málaðir. Stigahlaup og stigapallar verða teppalögð. Lyftan er frá KONE. Póstkassar verða staðsettir í anddyri ásamt mynddyrasíma.

Íbúðum fylgir geymsla í kjallara. Gólf í geymslum verða máluð. Ofnhitakerfi og hefðbundin lýsing verður í sameign og geymslum. Sorpgeymslur verða málaðar. Þakgarður er hellulagður og þökulagður. Hjóla- og vagngeymsla verður dúkalögð.

5. Bílageymsla og lóð

Bílageymsla skilast þannig að steyptir veggir og loft eru ómáluð. Bílastæði verð afmörkuð með máluðum línum og gólf rykbundið. Loftljós í bílageymslu verða flúorlampar sem stýrast af hreyfiskynjurum. Hvert stæði verður merkt viðkomandi íbúð. Frá hverju stæði í bílgeymslu verður röralögn, óídregin sem gefur möguleika fyrir tengingu á rafmagni fyrir rafmagnshleðslustöð. Sprinkler burnakerfi er í bílageymslu.

Hönnuðir:

Arkitektar: Jakob Líndal, Alark ehf
Burðarþol og lagnir: Verkfræðistofa Hauks Ásgeirssonar / Jón Kristjánsson
Raflagnir: Brynjólfur Markhússon
Byggingarstjóri: Sverrir Hermann Pálmarsson
Innanhúsarkitekt: Hallgrímur Friðgeirsson, Studio H.

Vegna framkvæmda kaupenda skal það tekið fram að ekki er leyfilegt að skerða burðarþol, hljóðvist og annað er tilheyrir sameign hússins. Sérstök athygli er vakin á því að á kaupendum íbúða í húsinu hvílir sú skylda að velja gólfefni og ganga á allan hátt rétt frá við lagningu gólfefna þannig að uppfyllt séu ákvæði byggingarreglugerðar um hljóðvist í íbúðarhúsnæði.